
Jawbrekar er band sem mér þykir mjög vænt um eins og vonandi mörgum öðrum. Ég frestaði því í mörg ár að tékka á bandinu vegna þess að nafnið hljómaði eins og nafn á grindcore bandi... ég veit, ég var einu sinni vitlaus, hver elskar ekki grindcore? Allavega þá er bandið hætt í dag en skilur eftir sig talsvert efni miðað við stuttan líftíma, það er að segja 4 plötur á átta árum. Nú hef ég hlustað nokkuð grannt á allar þessar plötur og mér finnst þær eiginlega allar æðislegar, þó stíllinn sé mjög svipaður á öllum plötunum eru þær ólíkar á sinn hátt. Platan Dear You er samt í mestu uppáhaldi og hefur verið í talsverðum metum hjá mér alveg frá því ég renndi henni fyrst í gegn.
Það er gott að hlusta á Jawbreaker á erfiðum tímum og sérstaklega finnst mér lagið Accident Prone af fyrrnefndri plötu gott að rokka þegar ég er á bömmer. Mesta bömmer lag í heimi, það þarf samt ekkert að vera á bömmer til að hlusta á það en ég mæli sterklega með því.
Jawbreaker - Accident Prone
No comments:
Post a Comment