Monday, October 5, 2009

Mér leiðist í lífinu

Mér leiðist. Ákvað að vera hallærislegur þá og stofna blogg. Hérna ætla ég aðallega að tala um tónlist, einhver önnur vitleysa mun þó líka slæðast inn. Kannski endar þetta bara eins og hver önnur síða þar sem gefnir eru mediafire/rapidshare linkar á nýútkomnar plötur. Nei ég vona ekki. Ekki það samt að ég noti ekki svoleiðis síður, fokksjitt ég nota svona síður alltof mikið, næ í allt nýjasta og ferskasta Deathwish sjittið mjög ólöglega. Talandi um nýtt Deathwish sjitt. Nýja Converge platan er lekin á netið... en ég þori ekki að ná í hana, ég nefnilega hef mér þá pólisíu að ná ekki í plötur af netinu fyrr en þær eru komnar formlega út. Svo er ég líka bara búinn að gera mér svo miklar væntingar, er hræddur um að verða fyrir vonbrigðum. Það getur samt ekki verið, þetta er Converge, það er band sem klikkar ekki. Allavega gefur þetta myndband góð fyrirheit:

Þetta breakdown í endann er allavega ekki mennskt. Haha líka fyndið að fylgjast með Jake Bannon útí horni haha.

No comments:

Post a Comment